Dagurinn í dag - fimmtudagur!

Jæja þá er það fyrsta bloggið um þennan sjúkdóm og því sem honum fylgir. Ég hef hugsað um það lengi að byrja að skrifa niður mína líðan, hvernig kvíðinn leggst á mitt líf og hvað ég get gert til að komast hjá því að fá kvíðaköst og reyna að líða vel. Ég held að það séu ótrúlega margir með kvíða, og örugglega fullt af fólki sem veit ekki einu sinni að því. Ég vissi ekki hvað var að mér hérna árið 2007 eftir að ég var búin að fara í áfengismeðferðina, en mér leið bara svo illa og var svo hrædd. Sumir dagar eru góðir en aðrir gjörsamlega ömurlegir. Sem betur fer skilur eldri strákurinn minn þetta og sá yngri heldur að mamma sé bara alltaf þreytt :) Æ hann er svo sætur og reyndar þeir báðir.

Núna í gær var óvenju góður dagur, ætli það sé ekki líka útaf því að ég var í fyrstu mæðraskoðuninni og var svo ánægð með það. Mér fannst í gær eins og eitthverju væri af mér lyft... eða sem ég er nú að fatta akkúrat núna að ég vaknaði snemma, ég fór á fætur fyrir kl 10 og lagði mig ekkert yfir daginn, þannig þetta var svona eðlilegur dagur. Dagurinn í dag verður örugglega smá þungur, ég finn að mig langar ekki að fara neitt og ekki tala við neinn, enda fór ég aftur upp í rúm í morgun kl 8.30 og svaf til klukkan 13.30!!! Það er sól úti og fallegur dagur en ég ætla mér að vera bara í slökun í dag. Hafa þetta þvottavéladag bara. 

Það er svo erfitt að útskíra fyrir fólki hvernig mér líður og hvaða hluti mér finnst erfitt að gera. Ég skil eiginlega ekki sjálf af hverju t.d það er svona erfitt að þurfa að mæta hingað og þangað, að ÞURFA að vera á vissum stöðum klukkan eitthvað visst. Mér finnst eins og ég sé föst í neti og fái ekki að ráða neinu um neitt, og þess vegna er það svo að ég þarf oft að endurpanta tíma hjá læknum og þess háttar því ég get ekki mætt, ég kemst ekki út og heilinn vinnur svooo hratt til að finna ástæðu af hverju ég get ekki komið. Svo finn ég ástæðu, ákveð að vera heima en get ekki samt látið vita að ég komi ekki. Það væri mun þæginlegra ef fólk mundi vita þessar tilfinningar, skilja þær hjá manni. Ég ætla allavega að reyna að gera þennan dag sem bestan......


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband